Wayne Rooney er að selja Range Rover bifreið sína sem er frá árinu 2014 en Coleen eiginkona hans hefur mest notað þennan bíl.
Rooney á nóg af bílum og peningum og er duglegur að endurnýja flotann sinn.
Um er að ræða Range Rover með öllu og kostar hann 50 þúsund punda. Hann er ekinn meira en 100 þúsund kílómetra.
Rooney keypti þennan bíl árið 2014 en sjónvörp eru aftan í svo börnin hafi eitthvað að gera á ferðinni.
Bíllinn kostar 50 þúsund eða rúmar 8 milljónir króna. Myndir af bílnum eru hér að neðan.