fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433Sport

Sá launahæsti er ekki í formi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. júní 2020 15:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City vann sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag er liðið mætti Arsenal. Ballið byrjaði á 45. mínútu er David Luiz gerði sig sekan um slæm mistök í vörn Arsenal og náði Raheem Sterling til boltanns og skoraði.

Snemma í seinni hálfleik var Luiz svo aftur á ferðinni er hann braut á Riyad Mahrez og vítaspyrna dæmd. Luiz hafði áður komið inná sem varamaður. Luiz fékk í kjölfarið beint rautt spjald og skoraði Kevin de Bruyne örugglega af punktinum. Phil Foden skoraði svo síðasta mark City í uppbótartíma og 3-0 sigur liðsins staðreynd.

Það vakti mikla furðu að Mesut Özil komst ekki í 20 manna leikmannahóp Arsenal, Mikel Arteta stjóri liðsins sagði ástæðuna taktíska.

Arteta hefur tjáð sig meira um málið og nú kemur í ljós að Özil er ekki í góðu formi eftir kórónuveiruna. „Ég hef rætt við Mezut, frá því að ég tók við þá var hann í formi og vildil leggja sig fram,“ sagði Arteta fyrir leikinn gegn Brighton um helgina.

„Hann hafði spilað alla leiki fyrir mig, þegar ég sé að hann er í formi aftur þá spilar hann. Ég kem fram við hann eins og alla aðra.“

„Özil hefur alltaf komið vel fram við mig. samræður mínar við Mesut eru okkar á milli. Hann er góður og við erum heiðarlegir með þetta.“

„Þegar ég sé að hann er í forminu sem ég krefst þá spilar hann aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Stuðningsyfirlýsing við stjórann

Stuðningsyfirlýsing við stjórann
433Sport
Í gær

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
433Sport
Í gær

Chelsea gerir samning sem vekur athygli – Er aðeins fyrir sjö leiki

Chelsea gerir samning sem vekur athygli – Er aðeins fyrir sjö leiki
433Sport
Í gær

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið