Roy Keane, goðsögn Manchester United, hraunaði yfir leikmenn liðsins í kvöld eftir leik við Tottenham.
Steven Bergwijn skoraði eina mark Tottenham í 1-1 jafntefli en vörn United sem og markvörðurinn David de Gea voru ekki sannfærandi.
Keane lét þá heyra það fyrir þessi mistök og þá sérstaklega De gea.
,,Ég myndi ekki hleypa þeim í liðsrútuna eftir leik. Náið í leigubíl aftur til Manchester, þeir ættu að skammast sín,“ sagði Keane.
,,Ég er steinhissa á þessu marki, steinhissa. Ég hef horft á marga leiki síðustu ár og ég er bálreiður.“
,,Ég trúi ekki að þetta sé Manchester United. Luke Shaw skallar boltann upp í loftið og hleypur svo áfram.“
,,Ég er hissa á Maguire, hvernig getur landsliðsmaður gert eitthvað svona? Og ég er orðinn dauðþreyttur á þessum markmanni.“