Norwich 0-3 Southampton
0-1 Danny Ings(49′)
0-2 Stuart Armstrong(54′)
0-3 Nathaniel Redmond(79′)
Norwich City er líklega á leið niður í næst efstu deild en liðið er sex stigum frá öruggu sæti þegar átta umferðir eru eftir.
Norwich gat lagað stöðu sína gegn Southampton í kvöld en liðið fékk Dýrlingana í heimsókn á Carrow Road.
Norwich fékk tækifæri til að skora í leik kvöldsins en Southampton reyndist of stór biti.
Gestirnir höfðu betur sannfærandi 3-0 og lyftu sér upp í 13. sæti deildarinnar.