Ryan Fraser kantmaður Bournemouth hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Eddie Howe ætlar ekki að nota hann í þeim tveimur leikjum sem hann getur.
Samningur Fraser við Bournemout er á enda í lok júní og hefur hann hafnað því að framlengja hann út tímabili.
Fraser er sagður nálægt því að skrifa undir hjá Everton. „Ég hef notið þess að vinna með Ryan, þegar þú skoðar feril hans þá hefur hann bætt sig mikið hérna,“ sagði Howe, stjóri Bournemouth.
„Hann átti ekki skilið þessi endalok, þessar aðstæður komu upp og ég finn til me honum. Þetta er erfið staða.“
„Þetta kemur ekki á óvart, við höfum vitað í talsverðan tíma að Ryan ætlaði ekki að gera nýjan samning. Hann hefur spilað sinn síðasta leik.“