Fyrsta heila umferðin í ensku úrvalsdeildinni eftir pásu hefst í kvöld en þá er stórleikur Tottenham og Manchester United.
Harry Kane hefur náð heilsu hjá Tottenham og sömu sögu má segja um Marcus Rashford hjá Manchester United.
Ekki er búist við að Paul Pogba byrji á White Hart Lane þrátt fyrir að hafa æft síðustu vikur.
Bæði lið eiga möguleika á Meistaradeildarsæti og sigur mikilvægur til að komast á skrið.