Það fóru fram þrír leikir í Lengjudeild karla í kvöld en fyrsta umferðin hélt áfram.
Tveir markaleikir voru á dagskrá en Keflavík skoraði fimm á heimavelli gegn Aftureldingu í 5-1 sigri.
Leiknir Reykjavík var þá í engum vandræðum með Þrótt Reykjavík og vann öruggan 3-1 útisigur.
Þór vann þá fyrsta heimaleikinn 2-1 gegn Grindavík þar sem sigurmarkið kom á 89. mínútu.
Þór 2-1 Grindavík
1-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason
1-1 Aron Jóhannsson
2-1 Alvaro Montejo
Keflavík 5-1 Afturelding
1-0 Nacho Heras
2-0 Adam Árni Róbertsson
3-0 Sindri Þór Guðmundsson
4-0 Josep Gibbs
4-1 Alejandro Martin
5-1 Helgi Þór Jónsson
Þróttur R. 1-3 Leiknir R.
0-1 Vuk Oskar Dimitrijevic
0-2 Daníel Finns Matthíasson
0-3 Máni Austmann Hilmarsson
1-3 Esau Rojo Martinez