Kynningarfundur Lengjudeildar kvenna og karla fór fram í dag, föstudag, og meðal efnis var hin árlega spá formanna, þjálfara og fyrirliða um lokastöðu liða.
Keflavík og Haukum er spáð góðu gengi í sumar, á meðan Fjölni og Völsung er spáð falli í 2. deild í kvennaflokki.
ÍBV og Keflavík er spáð sæti í efstu deild karla að ári á meðan Leikni F. og Magna er spáð falli.
Spáin í karlaflokki
1. ÍBV – 410 stig
2. Keflavík – 360 stig
3. Grindavík – 329 stig
4. Leiknir R. – 304 stig
5. Fram – 272 stig
6. Þór – 247 stig
7. Víkingur Ó. – 201 stig
8. Vestri – 137 stig
9. Afturelding – 134 stig
10. Þróttur R. – 109 stig
11. Leiknir F. – 105 stig
12. Magni – 72 stig
Spáin í kvennaflokki:
1. Keflavík – 253 stig
2. Haukar – 220 stig
3. ÍA – 196 stig
4. Tindastóll – 189 stig
5. Augnablik – 144 stig
6. Víkingur R. – 131 stig
7. Afturelding – 105 stig
8. Grótta – 101 stig
9. Fjölnir – 58 stig
10. Völsungur – 35 stig