Atletico Madrid mun leita til Englands ef Diego Simeone ákveður að kveðja félagið í sumar.
Frá þessu greina spænskir miðlar en Simeone gæti mögulega verið að kveðja Atletico eftir leiktíðina.
Nuno Espirito Santo er efstur á óskalista Atletico en hann hefur náð góðum árangri með Wolves.
Nuno náði fyrst góðum árangri með Porto í Portúgal áður en hann reyndi fyrir sér annars staðar í Evrópu.
Simeone ku vera á óskalista Paris Saint-Germain en óvíst er hvort Thomas Tuchel fái að halda áfram eftir leiktíðina.