Framtíð David Luiz verður ráðin í þessari viku að sögn umboðsmanns hans, Kia Joorabchian.
Luiz átti ömurlegan leik fyrir Arsenal í gær er liðið tapaði 3-0 gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.
Luiz kom inná sem varamaður og gaf City mark, vítaspyrnu og var einnig rekinn af velli með beint rautt spjald.
Luiz er orðinn 33 ára gamall en hann má ræða við ný félög í lok mánaðarins.
,,Það sem ég get sagt er að Arsenal mun taka ákvörðun í þessari viku,“ sagði Joorabchian.
,,22. júní er síðasti dagurinn fyrir flest félög til að klára tímabilið.“