Pablo Mari, varnarmaður Arsenal, mun ekki spila meira á þessu tímabili vegna meiðsla.
Þetta staðfesti félagið í kvöld en Mari meiddist gegn Manchester City í gær í ensku úrvalsdeildinni.
Mari kom til Arsenal á láni frá Flamengo í janúar en hann skaddaði liðbönd í ökkla í gær.
Þessi 26 ára gamli varnarmaður þarf mögulega á aðgerð að halda áður en hann nær sér að fullu.
Það er áfall fyrir Arsenal en David Luiz fékk einnig að líta beint rautt spjald í leiknum.