Manchester City vann sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið mætti Arsenal. Ballið byrjaði á 45. mínútu er David Luiz gerði sig sekan um slæm mistök í vörn Arsenal og náði Raheem Sterling til boltanns og skoraði.
Snemma í seinni hálfleik var Luiz svo aftur á ferðinni er hann braut á Riyad Mahrez og vítaspyrna dæmd. Luiz hafði áður komið inná sem varamaður. Luiz fékk í kjölfarið beint rautt spjald og skoraði Kevin de Bruyne örugglega af punktinum. Phil Foden skoraði svo síðasta mark City í uppbótartíma og 3-0 sigur liðsins staðreynd.
Mikið grín er gert að stuðningsmönnum City eftir leikinn þrátt fyrir að stuðningsmenn geti ekki mætt á völlinn.
Félögin eru með skjái fyrir aftan mörkin þar sem stuðningsmenn eiga að vera en City gat ekki fengið nógu marga til að fylla upp í skjá sinn. Mikið grín er gert að því.