Fyrsta heila umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram um helgina en umferðin hefst á morgun með tveimur leikjum. Stórleikur fer fram á White Hart Lane þegar Manchester United heimsækir Tottenham.
Harry Kane hefur náð heilsu og er leikfær en hann meiddist alvarlega í upphafi árs. „Hann hefur lagt mikið á sig og ég get staðfest að hann byrjar á morgun;“ sagði Jose Mourinho stjóri Tottenham.
„Getur hann spilað allan leikinn? Ég veit það ekki, það kemur í ljós í leiknum.“
Kane er besti leikmaður Tottenham og munar um minna fyrir Mourinho að fá hann til baka. „Er hann í sínu besta formi? Við vitum það ekki, hann hefur ekki spilað í hálft ár.“
Hér að neðan er líklegt byrjunarlið Tottenham á morgun.