Mesut Özil, leikmaður Arsenal, virðist ekki vera á förum frá félaginu miðað við nýjustu færslu hans á Twitter.
Það vakti athygli í gær þegar Özil var ekki í leikmannahóp Arsenal gegn Manchester City.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagði að taktísk ákvörðun væri á bakvið fjarveru þýska miðjumannsins.
Özil birti í kjölfarið mynd af sér á Twitter þar sem hann heldur í merki Arsenal og skrifar: ‘Sama hvað.’
Hann er ekki fyrstur á blað hjá Arteta og er jafnframt launahæsti leikmaður liðsins.
No matter what … #M1Ö @Arsenal pic.twitter.com/WFmNoxpGBc
— Mesut Özil (@MesutOzil1088) June 18, 2020