Lögreglan í Birmingham hefur gefið út ákæru á Jack Grealish fyrirliða Aston Villa fyrir að keyra á kyrstæða bíla og flýja af vettvangi.
Atvikið átti sér stað skömmu eftir að útgöngubann var sett á í Bretlandi vegna kórónuveirunnar. Grealish var í gleðskap alla nóttina, þrátt yrir að útgöngubann væri í landinu. Grealish hafði deginum áður beðið fólk um að halda sig heima á meðan kórónuveiran gengi yfir þar í landi.
Grealish var í gleðskap hjá Ross McCormack fyrrum liðsfélaga sínum hjá Villa alla nóttina. Hann keyrði á tvo kyrrstæða bíla. Áreksturinn átti sér stað snemma morguns en nágrannar McCormack segja að læti hafi verið úr íbúðinni allan morguninn.
Lögreglan í Birmingham var kölluð á staðinn en Grealish tók dótið sitt úr bílnum og fór af vettvangi áður en lögreglan kom.