Dejan Lovren, leikmaður Liverpool, vill að fólk hugsi um liðið eins og Barcelona undir Pep Guardiola á sínum tíma.
Barcelona var stórbrotið lið undir Guardiola og vann ófáa titla. Hann er í dag stjóri Manchester City.
Liverpool mun að öllum líkindum vinna deildina á þessu tímabili og er með öruggt forskot á toppnum.
,,Ég hef verið hér síðan Jurgen Klopp tók við og það er dágóður tími síðan, það tók tvö eða þrjú ár að byggja allt upp,“ sagði Lovren.
,,Við klikkuðum saman á þessu tímabili eða jafnvel því síðasta en þá misstum við af titlinum með einu stigi.“
,,Nú skiljum við hvorn annan, hvað við þurfum og hvað við viljum. Ég vil að þeir muni eftir okkur eins og Barcelona liðið sem vann um 20 titla á fjórum árum.“