Kári 3-4 Selfoss
0-1 Hrvoje Tokic
1-1 Andri Júlíusson(víti)
1-2 Kenan Turudija
2-2 Eggert Kári Karlsson
2-3 Hrvoje Tokic
2-4 Hrvoje Tokic(víti)
3-4 Eggert Kári Karlsson
Hrvoje Tokic, leikmaður Selfoss, byrjar tímabilið í 2.deild karla af miklum krafti.
Tokic var í eldlínunni er Selfoss mætti Kára í dag en um var að ræða opnunarleik deildarinnar.
Það var mikið fjör og boðið upp á sjö marka leik en Selfoss hafði betur að lokum 4-3 á útivelli.
Tokic sá um að tryggja Selfoss sigur en hann skoraði þrennu í leiknum og skoraði Kenan Turudija eitt.