Það eru tvö félög í Brasilíu, Botafogo og Fluminense sem hafa neitað að hefja keppni í efstu deild í þessari viku.
Brasilíska knattspyrnusambandið tók ákvörðun um það að deildin ætti að hefjast á ný í vikunni eða þann 18. júní.
Þessi tvö félög taka það hins vegar ekki í mál en um þúsund manns deyja á hverjum degi í landinu vegna Kórónaveirunnar.
Alls hafa næstum 44 þúsund manns látist í landinu vegna veirunnar sem er gríðarlegur fjöldi.
Það er óvíst hvernig sambandið mun taka í þessa ákvörðun félagana og kemur í ljóst fljótlega.