Rafael Benitez, stjóri Dalian Yifang í Kína, hefur staðfest það að félagið gæti verið að fá Hirving Lozano frá Napoli.
Lozano kom til Napoli frá PSV í fyrra en hefur ekki staðist væntingar og er líklega á förum.
Benitez hefur nú staðfest að Yannick Carrasco gæti verið á leiðinni til Napoli í skiptum fyrir Lozano.
,,Við erum ennþá í sambandi og þegar við ræðum saman er sameiginleg virðing,“ sagði Benitez.
,,Við fengum tækifæri til að ræða saman í janúar, fyrir mér þá er útlit fyrir að við gætum náð samkomulagi um skipti Carrasco og Lozano.„