Lucien Favre, stjóri Dortmund, hefur gefið í skyn að Jadon Sancho og Achraf Hakimi gætu farið frá félaginu í sumar.
Báðir leikmennirnir eru orðaðir við brottför en Sancho er einn eftirsóttasti leikmaður heims.
Favre vonast auðvitað til að halda þessum leikmönnum en hvort það verði raunin er ekki víst.
,,Augljóslega munu leikmenn fara, við vonumst til að halda þeim en það er möguleiki á að þeir fari,“ sagði Favre.
,,Þið ræðið um tvo leikmenn og við vitum ekki endanlega hvað gerist – þeir gætu verið áfram sem væri gott fyrir mig.“