Enska úrvalsdeildin er farin af stað á ný og hófst með leik Aston Villa og Sheffield United í kvöld.
Það vantaði ekki upp á dramatíkina í kvöld en Sheffield skoraði mark í fyrri hálfleik sem var ekki dæmt gilt.
Boltinn fór augljóslega yfir línuna eftir mistök Orjan Nyland í marki Villa en marklínutæknin virkaði ekki.
Fyrir utan það voru engin mörk skoruð og er þetta gríðarlegur skellur fyrir Sheffield í Evrópubaráttu.
Sheffield hefði getað komist í fimmta sæti deildarinnar með þremur stigum en sættir sig þess í stað við eitt.
Það er ansi skemmtilegt að sjá hvað tveir ástríðufullir stuðningsmenn gerðu til styðja sitt lið.
Eins og kunnugt er þá eru engir áhorfendur í stúkunni en tveir menn tjölduðu fyrir utan Villa Park og sáu leikinn í fartölvu.
Þetta má sjá hér.