Manchester City er komið yfir gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en leikið er í Manchester.
Búið er að flauta fyrri hálfleikinn af en Raheem Sterling skoraði eina mark hálfleiksins fyrir heimamenn.
Það er þó David Luiz að þakka að Sterling hafi skorað en hann gerði sig sekan um afar slæm mistök.
Luiz sparkaði einhvern veginn í boltann með lærinu og hrökk hann til Sterling sem skoraði.
Þetta má sjá hér.
David Luiz the stinky Brazilian spanner#MCIARS pic.twitter.com/degLwxDsyf
— JamesAH (@James_1900_) June 17, 2020