Joao Felix valdi vitlaust lið á síðasta ári samkvæmt fyrrum stjóra Swansea, Carlos Carvalhal.
Portúgalinn ákvað að ganga í raðir Atletico Madrid frá Benfica en Carvalhal hefði viljað sjá hann semja við annað lið í Madríd.
,,Joao Felix er frábær leikmaður og ég vil ekki búa til einhverja umræðu með mínum ummælum,“ sagði Carvalhal.
,,Ég er þó ekki viss um að leikstíll Atletico henti honum. Hann væri að spila í hærri gæðaflokk hjá Real Madrid. Það hefði hentað honum betur.“
,,Ég er ekki að gagnrýna Diego Simeone, það er ekki hægt að efast um það sem hann hefur afrekað. Ég trúi bara að þetta samband sé ekki best fyrir hann.“