Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu í dag sigri í þýsku úrvalsdeildinni.
Sara var á sínum stað í byrjunarliði Wolfsburg og spilaði allan leikinn er liðið vann 2-0 sigur á Freiburg.
Wolfsburg hefur verið óstöðvandi á tímabilinu og er með átta stiga forskot á toppnum eftir 20 umferðir.
Markatala liðsins er 88:8 og hefur liðið unnið 19 af þessum 20 leikjum og gert eitt jafntefli.
Það stefnir því allt í að liðið muni klára deildina án þess að tapa sem væri ótrúlegur árangur.