Gennaro Gattuso, stjóri Napoli, var allt annað en sáttur með vængmanninn Hirving Lozano í gær.,
Gattuso er mikill harðhaus en hann var óánægður með vinnuframlag Lozano í gær og rak hann af æfingasvæðinu.
Samkvæmt ítölskum miðlum þá var Gattuso óánægður með vinnuframlagið og ásakaði Mexíkanann um leti.
Lozano hefur ekki fundið sig á Ítalíu en hann kom til félagsins frá PSV Eindhoven síðasta sumar.
Corriere dello Sport heldur því fram að tími Lozano hjá Napoli sé að enda og að hann fari líklegast í sumar.
Manchester United reyndi að fá Lozano í fyrra og gæti mögulega reynt aftur eftir tímabilið.