Bayern Munchen er þýskur meistari áttunda tímabilið í röð en þetta varð ljóst í gær eftir leik við Werder Bremen.
Robert Lewandowski sá um að tryggja Bayern 1-0 sigur á Bremen og þar með titilinn enn eitt árið.
Það er ekkert lið sem kemst nálægt Bayern þegar skoðað er deildarmeistaratitla síðan Bundesligan var stofnuð 1963.
Bayern hefur unnið 29 af 57 deildarmeistaratitlum sem eru í boði, meira en öll önnur lið til samans eða 28.
Samtals hefur Bayern unnið 30 deildarmeistaratitla en sá fyrsti kom árið 1932.
–
30 – @FCBayernEN celebrate their 30th German championship. FC Bayern have now won 29 out of 57 titles since the foundation of the Bundesliga in 1963 – more than all other clubs combined (28). Superiority. #SVWFCB pic.twitter.com/hCztkjjT6p
— OptaFranz (@OptaFranz) June 16, 2020