Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur nefnt leikmann sem hann var ekki hrifinn af hjá félaginu.
Það er markvörðurinn Fabien Barthez en hann kom til United frá Monaco árið 2000 og tók við af Peter Schmeichel.
Barthez kostaði United 7,8 milljónir punda og vann HM með Frakklandi 1998 og EM tveimur árum seinna.
Þrátt fyrir það var Neville enginn aðdáandi og var ekki hrifinn af getu Barthez.
,,Ég var aldrei aðdáandi Fabien Barthez. Hann vann augljóslega HM og var með frábæran vinstri fór en ég var aldrei aðdáandi,“ sagði Neville.
,,Hann hleypti boltunum svo auðveldlega inn. Hann var góður í skapinu, hugrakkur en gaf of mörg mörk.“