Napoli 0-0 Juventus (4-2)
Napoli er bikarmeistari á Ítalíu árið 2020 eftir leik við Juventus á Stadio Olimpico í kvöld.
Það var ekki boðið upp á stórkostlegan leik en ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma.
Viðureignin þurfti að klárast í vítakeppni og voru það þeir bláklæddu sem unnu sannfærandi.
Paulo Dybala og Danilo klúðruðu báðir sínum spyrnum fyrir Juventus og vann Napoli því 4-2.