Timo Werner, leikmaður RB Leipzig, er á leið til Chelsea en félögin eru nálægt því að ná samkomulagi.
Það er töluvert áfall fyrir Leipzig sem er enn á lífi í Meistaradeildinni og er í átta liða úrslitunum.
Þýska deildin klárast eftir aðeins 11 daga og vill Werner komast til Englands strax eftir það.
Samkvæmt fréttum þá hefur Werner neitað að spila Meistaradeildarleiki Leipzig en óvíst er hvenær deildin fer aftur af stað.
Það er þó líklegast að hún hefjist á ný í ágúst og ætlar Werner ekki að bíða með skiptin til Chelsea.
Framherjinn er einn allra mikilvægasti leikmaður Leipzig og er það skellur fyrir félagið.