David Luiz viðurkennir að tap Arsenal hafi verið honum að kenna en liðið tapaði 3-0 gegn Manchester City.
Luiz gaf City í raun fyrsta markið og fékk svo dæmda á sig vítaspyrnu og í kjölfarið rautt spjald í seinni hálfleik.
Hann kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik og var innkoman alls ekki góð.
,,Þetta er einfalt, þetta var mér að kenna ekki liðinu. Ég tók þessa ákvörðun um að spila,“ sagði Luiz.
,,Liðið gerði vel með tíu menn, stjórinn er magnaður og leikmennirnir – þetta var bara mér að kenna.“