fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Keyptu efnilegasta leikmann veraldar og Eiður var næstur: ,,Erfitt að segja það sjálfur en ég var langbestur“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 17. júní 2020 22:00

© 365 ehf / Heiða Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum landsliðsmaður, var gestur í þættinum Á bekknum með Einari Erni á Rás 2 í dag.

Eiður er landsþekktur en hann er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi.

Árið 1994 gekk eiður í raðir PSV Eindhoven í Hollandi og var þar í fjögur ár áður en slæm meiðsli settu strik í reikninginn.

Eiður var áður á mála hjá Val hér heima en fór erlendis eftir að hafa hrifið Frank Arnesen, njósnara, á alþjóðlegu móti.

Pressan var mikil á Eið en Arnesen lýsti honum sem efnilegasta leikmanni Evrópu á þessum tíma.

,,Það kemur þannig til að ég fer með yngri landsliði, undir 16 ára, áður en Íslandsmótið byrjar og spila á alþjóðlegu móti og er valinn bestur. Það er erfitt að segja það sjálfur en ég var langbestur á því móti,“ sagði Eiður.

,,Þá er Dani, sem við köllum Íslandsvin, sem heitir Frank Arnesen, hann spilaði með pabba í Anderlecht og átti frábæran feril. Hann var með útsendara á þessu móti og hringir í pabba og segir: ‘Ég verð að fá strákinn þinn, við erum félagið fyrir hann og gerum allt fyrir hann. Ég er búinn að kaupa efnilegasta leikmann veraldar og nú þarf ég að fá efnilegasta leikmann Evrópu,’ sagði Arnesen en PSV krækti einnig í brasilíska undrið Ronaldo.

,,Út frá því fer ég í heimsókn til þeirra. Hollendingar eru sérvitir og erfiðir en það hjálpaði mér að alast upp í Belgíu, ég talaði tungumálið og einhvern veginn með skemmtilega mikið sjálfstraust og tek á þessu. Svo kláraðist þetta bara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona
433Sport
Í gær

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Í gær

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius