fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
433Sport

Indriði um reynsluna: Bara óöruggir strákar – ,,Þessi þarna fáviti“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 17. júní 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indriði Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður, var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið í gær og ræddi þar ýmis mál við Jóa Skúla, þáttastjórnanda.

Indriði átti mjög farsælan feril sem atvinnumaður og lék lengst með Viking í Noregi frá 2009 til 2016.

Sem unglingur fór Indriði til að mynda á reynslu hjá Liverpool en hann hóf ferilinn með KR hér heima.

Nokkur lið sýndu Indriða áhuga og fór hann einnig til Hollands og æfði með stórliði PSV Eindhoven.

,,Þetta er minni heimur en við höldum. Tveimur árum áður þá spilaði 16 ára landsliðið leik í Finnlandi og þá var PSV að scouta. Þá vildu þeir fá mig en það leið einhvern veginn ár eftir að það gerðist,“ sagði Indriði um ævintýrið.

,,Þeir sögðu við mig að ég væri eins og Phillip Cocu. Ég var á miðjunni, örvfættur og eitthvað svona. Svo gerist ekkert í ár, áður en ég fór í Liverpool þá fór ég þangað. Luka Kostic var með einhverja tengingu þarna út og þetta er ekki flóknara en það. Mér var boðið út á trial í gegnum Luka.“

Indriði ræddi svo tímann hjá Liverpool en hann fékk að hitta stórstjörnur á æfingasvæði félagsins.

Indriði sá einnig Steven Gerrard spila sinn fyrsta leik en hann er algjör goðsögn á Anfield.

,,Það sem var svo geggjað er að fyrst vissu þeir ekki alveg hvar þeir áttu að setja mig og fyrstu vikuna æfði ég með aðalliðinu. Þarna voru Jamie Redknapp, Steve McManaman, Michael Owen, Robbie Fowler og Brad Friedel var þá og allir Norðmennirnir. Haukur Ingi var þarna þá. Þeir voru allir mega nice.“

,,Þeir sjá bara einhvern pjakk koma inn og don’t feel threatened. Svo æfirðu með 17 ára liðinu, ég man hjá PSV ég sá bara að þeir voru að tala um mig og benda: ‘þessi þarna fáviti.’ Svo æfði ég með varaliðinu þar og það var ekkert þannig. Þetta voru bara óöruggir strákar og þarna er einhver kominn inn til að taka sætið af vini þínum eða þér.“

,,Ég horfði á leik hjá U19 liði Liverpool og þá var Steven Wright og Gerrard þar líka. Ég fór út tvisvar. Ég var í rúmlega mánuð þarna og ég sá fyrsta leikinn sem Gerrard spilaði. Ég tók eftir honum í 19 ára liðinu klárlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Onana gæti náð fyrsta leiknum

Onana gæti náð fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur rætt við stjórann og vill komast burt í sumar

Hefur rætt við stjórann og vill komast burt í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk frábærar móttökur á Old Trafford – Sjáðu myndbandið

Fékk frábærar móttökur á Old Trafford – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Kíkti óvænt í heimsókn í sumarfríinu – Sjáðu myndbandið

Kíkti óvænt í heimsókn í sumarfríinu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Kvartaði og fékk níuna að lokum

Kvartaði og fékk níuna að lokum
433Sport
Í gær

Unnu HM en ekki víst að þeir taki þátt næst

Unnu HM en ekki víst að þeir taki þátt næst
433Sport
Í gær

Fékk óhugnanlegt símtal á versta tíma: Heyrði pabba sinn grátbiðja um hjálp – ,,Ég var nálægt því að æla“

Fékk óhugnanlegt símtal á versta tíma: Heyrði pabba sinn grátbiðja um hjálp – ,,Ég var nálægt því að æla“