Indriði Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður, var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið í gær og ræddi þar ýmis mál við Jóa Skúla, þáttastjórnanda.
Indriði átti mjög farsælan feril sem atvinnumaður og lék lengst með Viking í Noregi frá 2009 til 2016.
Jói spurði Indriða út í erfiðasta andstæðing ferilsins og er óhætt að segja að svarið komi lítið á óvart.
Indriði nefndi Cristiano Ronaldo, einn besta leikmann heims, sem er í dag á mála hjá Juventus.
Indriði þurfti að mæta Ronaldo og Nani í þessum leik en var ekki í vandræðum með þann síðarnefnda.
,,Ég man, það er einn leikur, Portúgal heima og ég man hvað ég var feginn að Nani var mín meginn því Ronaldo var hinum meginn,“ sagði Indriði.
,,Svo skiptu þeir nokkrum sinnum og það var alveg challenge. Nani var ekkert mál en það var örugglega því hinn var svo erfiður. Ég man eftir því!“