Jurgen Klopp á að fá styttu af sér fyrir utan Anfield sem fyrst að sögn goðsagnarinnar Steven Gerrard.
Liverpool mun vinna ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili og vill Gerrard að hann verði verðlaunaður strax.
,,Förum bara strax í þetta í þessu viðtali. Ég tel Jurgen Klopp vera besta stjóra heims í dag,“ sagði Gerrard.
,,Ég veit að það eru margir sigursælir stjórar þarna úti. Pep Guardiola er frábær sem og Carlo Ancelotti. Everton er mjög heppið eiga hann. Ég gæti nefnt marga í viðbót.“
,,Að mínu mati á hann að vera verðlaunaður núna. Það er yfirleitt beðið þar til fólk verður eldra og þá fá þau viðurkenningu.“
,,Þegar Jurgen klárar deildina fyrir Liverpool eiga þeir að byrja að vinna í styttu af honum.“