Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að lið á Englandi séu ekki tilbúin í að hefja leik í úrvalsdeildinni.
Úrvalsdeildin fer af stað á ný í kvöld en City mun spila gegn Arsenal á heimavelli klukkan 19:15.
Guardiola segir að hans menn séu tilbúnir í þann leik en ekki tilbúnir í það sem gerist eftir viðureignina.
,,Við erum tilbúnir að spila einn leik, þremur eða fjórum dögum eftir það þá erum við ekki tilbúnir. Ekki bara City, öll liðin. Þess vegna þurfum við að gera breytingar,“ sagði Guardiola.
,,Þú getur spilað leik eftir þrjár vikur í fríi en við eyddum tveimur vikum á sófanum að gera ekkert. Þess vegna eru þeir ekki í standi.“