Adama Traore, fljótasti leikmaður Englands, getur orðið enn fljótari og ætlar að sanna það þegar Wolves hefur leik á ný.
Traore greinir sjálfur frá þessu en hann hefur lagt hart að sér á meðan deildin var í pásu.
,,Ef þú ert með líkamsrækt heima hjá þér þá geturðu haldið sama líkamsstandi og á vellinum,“ sagði Traore.
,,Ég held að allir leikmenn í öllum liðum hafi lagt hart að sér og að þeir komi sterkari til baka.“
,,Ég hef gert það og farið eftir leiðbeiningum félagsins. Ég vil verða sá besti sem ég get orðið svo þegar ég sný aftur á völlinn get ég verið enn fljótari en áður.“