Faðir John Terry vildi aldrei sjá strákinn sinn skrifa undir hjá Chelsea þegar hann var 14 ára gamall.
Terry krotaði undir hjá Chelsea 14 ára gamall en pabbi hans vildi sjá hann ganga í raðir Manchester United.
Terry lék með West Ham þar til hann var 14 ára gamall og samdi svo við Chelsea.
,,Pabbi minn vildi aldrei sjá mig skrifa undir hjá Chelsea. Þegar ég skrifaði undir á vellinum þá neitaði hann að fara með mér,“ sagði Terry.
,,Ég stóð í leikmannagöngunum og leikmennirnir gengu af velli, ég beið eftir þeim og hann sagði: ‘Þú skrifar ekki undir hjá þessu félagi, við ættum að fara til Manchester United.’
,,Ég lét eins og ég sjálfur á þessum tíma og svaraði: ‘Ég er 100 prósent að fara að skrifa undir hérna, ef þú kemur ekki með mér að skrifa undir þá fer ég sjálfur.’