Arsenal reyndi að fá varnarmanninn öfluga Samuel Umtiti frá Barcelona í janúarglugganum.
Frá þessu greina franskir og enskir miðlar en Umtiti er ekki fyrstur á blað hjá Barcelona í dag.
Quique Setien er þó tekinn við taumunum á Nou Camp og vill Frakkinn reyna að vinna sér inn byrjunarliðssæti.
Arsenal sendi inn fyrirspurn til Barcelona en fékk höfnun til baka. Liðið keypti þess í stað Pablo Mari frá Flamengo.
Barcelona var tilbúið að selja franska landsliðsmanninn en hann vill ekki fara strax.