Það voru væntanlega ófáir Stjörnumenn glaðir í gær eftir leik liðsins við Fylki í efstu deild karla. Um var að ræða fyrsta leik beggja liða á þessu tímabili og var spilað á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ. Stjarnan byrjaði ansi illa og komst Fylkir yfir með marki frá Valdimari Þór Ingimundarsyni á fyrstu mínútu.
Markavélin Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna á 26. mínútu en hann skoraði geggjað mark beint úr aukaspyrnu. Ólafur Ingi Skúlason fékk rautt spjald hjá Fylki á 88. mínútu en hann átti ljóta tæklingu á Alex Þór Hauksson og dómurinn réttur. Stjarnan náði svo að tryggja stigin þrjú í uppbótartíma er ungstirnið Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði.
Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis var fluttur með sjúkrabíl af vellinum eftir samstuð við Daníel Laxdal seint í síðari hálfleik.
Meira:
Myndir: Ragnar Bragi tví kinnbeinsbrotinn eftir átökin í Garðabæ í gær
Ragnar staðfesti í samtali við blaðamann seint í gærkvöldi að hann væri tví kinnbeinsbrotinn og væri á leið í aðgerð í dag.
Atvikið þegar Ragnar brotnaði má sjá hér að neðan.