Sagan endalausa er að verða saga Jadon Sancho hjá Dortmund og hvort hann fari, hvert hann fari eða hvort hann fari ekki fet.
Dortmund er tilbúið að selja Sancho fyrir um 100 milljónir punda og fjöldi stórliða hefur verið nefnd til sögunnar.
Í gær steig stjórnarmaður Dortmund fram og sagði mestar líkur á þvi að Sancho yrði áfram en Lucien Favre þjálfari segir í dag að líkur séu á að hann fari.
„Við sjáum þetta eftir tímabili, það fara leikmenn. Við vonum að leikmenn verði áfram en það eru líkur á að þeir fari,“ sagði Favre.
„Það hefur verið rætt um Sancho og við vitum ekki hvort hann fari eða verða áfram. Hann gæti verið áfram sem væri gott fyrir mig en það er óvíst.“