Það voru væntanlega ófáir Stjörnumenn glaðir í gær eftir leik liðsins við Fylki í efstu deild karla. Um var að ræða fyrsta leik beggja liða á þessu tímabili og var spilað á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ. Stjarnan byrjaði ansi illa og komst Fylkir yfir með marki frá Valdimari Þór Ingimundarsyni á fyrstu mínútu.
Markavélin Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna á 26. mínútu en hann skoraði geggjað mark beint úr aukaspyrnu. Ólafur Ingi Skúlason fékk rautt spjald hjá Fylki á 88. mínútu en hann átti ljóta tæklingu á Alex Þór Hauksson og dómurinn réttur. Stjarnan náði svo að tryggja stigin þrjú í uppbótartíma er ungstirnið Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði.
Ólafur Jóhannesson var að stýra Stjörnunni í fyrsta sinn í efstu deild og vakti talsverða lukku á hliðarlínunni.
Ólafur byrjaði á því að vera með venjulega húfu en þegar sólin fór að trufla hann reif hann derhúfuna upp og skellti henni ofan á.
Netverjar hafa haft gaman af þessu eins og sjá má hér að neðan.
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) June 15, 2020
Óli: Jæja elskan, leikur í kvöld! Hvort finnst þér fara mér betur að vera með derhúfu eða húfu?
Hún: Finnst það bara bæði fara þér vel elskan
Óli: Bæði?
Hún: Já bæði.
Óli: Okei þá. pic.twitter.com/sq3eN27sFF
— Albert Ingason. (@Snjalli) June 15, 2020