Gary Neville, goðsögn Manchester United, hefur varað Liverpool við áður en liðið tekur við sínum fyrsta meistaratititli í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool mun fagna sigri í deildinni á þessu tímabili en liðið hefur staðið sig langbest til þessa.
Neville segir þó að það sé ekki í lagi fyrir félagið að slaka á og halda að einn titill sé toppurinn.
,,Þú þarft klárlega að komast á næsta stig. Þú getur ekki bara spilað eins og áður því allir hafa séð það. Þú ferð yfir það,“ sagði Neville.
,,Liverpool getur gert það en þeir eru með reiðan Pep Guardiola og Manchester City að elta þá.“
,,Þeir mega ekki halda að fyrsti deildarmeistaratitillinn sé toppurinn. Þeir ættu að gleyma því að hafa unnið hann eins fljótt og hægt er.“