Enska úrvalsdeildin fer af stað á morgun með tveimur leikjum. Heil umferð fer svo af stað 19 júní og verður leikið frá föstudegi til mánudags.
Lögreglan á Englandi óttast að stuðningsmenn Liverpool hópist saman þegar liðið verður enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár.
Liðið gæti orðið enskur meistari á sunnudag gegn Everton fari svo að Manchester City tapi gegn Arsenal á morgun.
Félagið ætlar að gera allt til þess að halda stuðningsmönnum heima. „Síðustu skilaboðin, styðjuð okkur heima,“ sagði Klopp í skiaboðum til stuðningsmanna en skilaboðin má sjá hér að neðan.