Tyrell Robinson, fyrrum leikmaður Bradford City á Englandi hefur játað því að hafa misnotað 14 ára stúlku kynferðislega. Ákæra var gefinn út á Robinson fyrr á þessu ári
Lögregla gaf út ákæru en málið hafði verið til rannsóknar í eitt og hálft ár, Robinson var handtekinn í ágúst árið 2018.
Atvikið átti sér stað í Bradford en Robinson játaði því að hafa misnotað stúlkuna og að hafa sent kynferðislegar myndir á hana. Hann játaði því einnig að hafa dreyft kynferðislegum myndum af stúlkunni.
Robinson er 22 ára gamall en Bradford rifti samningi hans um leið og ákæra var gefinn út. Robinson ólst upp hjá Arsenal en gekk í raðir Bradford árið 2017.
Dómur yfir Robinson verður kveðinn upp síðar en hann á von á ansi þungum dómi.