Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að halda áfram að gefa börnum að borða eftir ákall Marcus Rashford, framherja Manchester United.
Rashford er með þessu að berjast fyrir því að börn sem koma af heimilum þar sem fátækt er fái að borða.
Á meðan kórónuveiran lokaði öllum skólum í Bretlandi fór Rashford að sjá til þess að börn yrðu ekki svöng þegar þau gátu ekki farið í skólann og fengið mat.
Mörg börn í Bretlandi treysta á heita máltíð í skólanum en Rashford safnaði 20 milljónum punda til að fæða börn sem ekki eiga vel stæða foreldra.
Rashford sjálfur kemur af heimili þar sem lítið var um fjármuni og mamma hans þurfti að berjast við því að Manchester United tæki hann ári fyrr inn í félagið. „Ríkisstjórnin hefur gert allt til þess að bjarga efnahagmálum þjóðarinnar, í dag bið ég ykkur um að ganga lengra og halda utan um öll börn sem eru í vandræðum,“ skrifaði Rashford í opnu bréti til embætismanna í gær og það bar árangur.
#Breaking The Government is extending its free school meal voucher scheme through a £120 million Covid Summer Food Fund, Downing Street said, following a campaign by footballer Marcus Rashford pic.twitter.com/YsAlNtYQuK
— PA Media (@PA) June 16, 2020