Andy Cole, goðsögn Manchester United, hefur skotið á Graeme Souness, fyrrum leikmann Liverpool og sérfræðing Sky Sports.
Souness á það til að vera mjög harðorður í settinu og sérstaklega í garð Paul Pogba, leikmanns United.
Cole segir að Souness fari of harkalega í þessa gagnrýni og verður pirraður þegar hann heyrir umræðuna.
,,Þegar hann talar um Pogba þá verð ég pirraður,“ sagði Cole í hlaðvarpsþættinum Beautiful Game.
,,Ég er einn harðasti aðdáandi Pogba og þegar fólk er að hrauna yfir hann stanslaust þá verð ég svekktur.“
,,Ég vona að hann verði þarna í mörg og sanni fyrir öllum hversu megnugur hann er. Hann er toppleikmaður og hvað sem Graeme hefur á móti honum, aðeins hann getur svarað því.“
,,Það eru ekki allir sem geta spilað eins og Graeme og ekki allir geta spilað eins og Pogba.“