Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United hefur tekið ákvörðun um skella Paul Pogba á bekkinn gegn Tottenham á föstudag. The Athletic segir frá því.
Pogba hefur ekki spilað síðan í desember og hefur í raun bara spilað tvo leiki frá því í september.
Samkvæmt The Athletic hefur Pogba æft vel frá því að æfingar hófust aftur, Solskjær hugsar byrjunarlið sitt þannig að Pogba er ekki í myndinni.
Solskjær ætlar að byggja miðsvæði sitt í kringum Bruno Fernandes og síðan berjast Fred, Scott McTominay og Nemanja Matic um hinar stöðurnar.
Enn eru líkur á því að Pogba fari frá United í sumar en hann hefur lengi viljað fara frá United og er orðaður við Juventus og Real Madrid.