Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur grínast með það að Lionel Messi líti nú út eins og Gary Neville, goðsögn Manchester United.
Messi hefur undanfarin ár skartað þykku skeggi en mætti rakaður til leiks er Barcelona mætti Mallorca um helgina.
Það er örlítið skrítið að sjá Messi án skeggsins og ákvað Morgan að nýta sér það og gerði gott grín.
,,Ég vil bara sýna ykkur ótrúlegan hlut sem gerðist á einni nóttu, Lionel Messi rakaði skeggið af og hann er Gary Neville!“ sagði Morgan.
,,Þar hafiði einn hæfileikaríkasta leikmann allra tíma og svo Messi. Sjáið þetta, hann er orðinn Neville!“
Hárgreiðsla Messi er einnig breytt og minnir kannski aðeins á Neville upp á sitt besta.
Þetta má sjá hér.