Kylian Mbappe þarf að yfirgefa Paris Saint-Germain til að komast alveg á toppinn í knattspyrnuheiminum.
Þetta segir Luka Modric, leikmaður Real Madrid, sem mætti Mbappe í úrslitaleik HM árið 2018.
PSG er langbesta lið Frakklands og og vinnur deildina yfirleitt mjög sannfærandi á hverju ári.
Modric tók sjálfur skrefið frá Tottenham til Real á sínum tíma og komst þar með á toppinn.
,,Mbappe er með allt sem til þarf svo hann geti verið óstöðvandi,“ sagði Modric.
,,Til að komast á þann stað þá þarf hann hins vegar að fara í deild þar sem liðið hans vinnur ekki svo auðveldlega.“