Það er ansi óvænt að greina frá því að Marco van Ginkel er við það að skrifa undir nýjan samning við Chelsea.
Van Ginkel kom til Chelsea sem undrabarn árið 2013 en hefur síðan þá spilað tvo leiki fyrir félagið.
Meiðsli settu stórt strik í reikning leikmannsins sem var síðar lánaður til PSV Eindhoven.
Van Ginkel er 27 ára gamall íd ag en hann segist vera við það að krota undir framlengingu.
,,Umboðsmaðurinn minn, Karel Jansen, er í viðræðum við Chelsea um nýjan samning,“ sagði Van Ginkel.
,,Ég er mjög ánægður með það því það sýnir að félagið hefur trú á mér.“